fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 19:30

Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í bænum Jumilla í Murcia-héraði á Spáni hafa bannað múslimum að halda svokallaðar Eid-trúarhátíðir á opinberum stöðum. Tekur bannið meðal annars til opinberra mannvirkja eins og félagsmiðstöðva og íþróttahúsa.

Vefútgáfa Guardian skýrir frá þessu.

Bannið er það fyrsta sinnar tegundar á Spáni en tillagan var lögð fram af fulltrúum íhaldsflokksins Partido Popular og samþykkt með hlutleysi frá öfgahægriflokknum Vox.

Í tillögunni segir að „íþróttamannvirki sveitarfélagsins megi ekki nýta til trúarlegra, menningarlegra eða félagslegra viðburða sem eru óskyldir okkar sjálfsmynd, nema þeir séu skipulagðir af sveitarstjórninni“.

Vox-flokkurinn fagnaði breytingunni á samfélagsmiðlinum X og sagði meðal annars að Spánn væri – og yrði að eilífu – land kristinna manna.

Mounir Benjelloun Andaloussi Azhari, formaður samtaka íslamskra trúfélaga á Spáni, segir í viðtali við El País að um „islamófóbíska” ákvörðun væri að ræða og beindist eingöngu gegn íslamstrú.

„Þeir eru ekki að ráðast á önnur trúarbrögð – þeir eru að ráðast á okkar trú,“ segir hann og viðrar áhyggjur sínar af vaxandi fordómum á Spáni. „Við erum mjög undrandi yfir því sem er að gerast á Spáni. Í fyrsta sinn í 30 ár finn ég fyrir ótta.“

Í Jumilla búa um 27.000 manns, þar af eru um 7,5 prósent með uppruna í löndum þar sem íslam er ríkjandi trú. Taldar eru líkur á að ákvörðunin verði kærð og rati fyrir dómstóla þar sem gagnrýnendur benda á að hún brjóti gegn ákvæðum spænsku stjórnarskrárinnar um trúfrelsi.

Juana Guardiola, fyrrverandi bæjarstjóri í Jumilla, bendir á að svæðið búi yfir margra alda íslömskum menningararfi. Jumilla var eitt sinn hluti af Rómaveldi og síðar ríki Vestgota þar til Arabar tóku svæðið undir sig á áttundu öld, að því er segir í umfjöllun Guardian. Fóru Arabar með stjórn á svæðinu í margar aldir, eða þar til kristnir hermenn gerðu árás og tóku það yfir á 13. öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Í gær

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð