Vinicius Junior er ansi gráðugur einstaklingur ef marka má blaðamanninn Tono Garcia sem ræddi við El Larguero á Spáni.
Vinicius er samningsbundinn spænska félaginu Real Madrid til 2027 og hefur verið orðaður við félög í Evrópu sem og í Sádi Arabíu.
Vinicius hefur fengið boð frá Real um nýjan samning og myndi hann þéna 20 milljónir evra á ári sem myndi gera hann að einum launahæsta leikmanni Evrópu.
Brassinn er sagður hafa hafnað því boði en hann vill fá 25 milljónir evra á ári og þá verða launahæsti leikmaður Real fyrir utan Kylian Mbappe.
Real er sagt vera að skoða stöðuna en hvort nýtt tilboð berist er óljóst – ef ekki þá eru góðar líkur á að leikmaðurinn verði seldur næsta sumar.