Rasmus Hojlund hefur tjáð Manchester United það að hann hafi engan áhuga á að yfirgefa félagið í sumar.
Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum en TalkSport greinir frá því að þýsk félög séu að horfa til leikmannsins.
Hojlund hefur ekki staðist væntingar á Old Trafford en hann virðist vera ákveðinn í því að sanna sitt gildi hjá félaginu.
RB Leipzig gerði sér vonir um að fá leikmanninn í sumar þar sem Benjamin Sesko er líklega að kveðja á næstu vikum.
Þessi 21 árs gamli danski landsliðsmaður vill þó ekki yfirgefa United og stefnir því allt í að hann spili fyrir félagið í vetur.