fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Fókus
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 12:30

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fer yfir allt það sem hún hefur látið gera við sig, sem myndi teljast sem fegrunaraðgerð eða -meðferð.

Lýtalæknirinn Dr. Jonny Betteridge, sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, birti myndband á Instagram fyrir stuttu þar sem hann fór yfir þær aðgerðir sem hann telur Khloé hafa gengist undir, meðal annars augabrúnalyftingu, augnlokaaðgerð og nefaðgerð. Hann sagðist líka telja hana hafa gengist undir andlits- og hálslyftingu.

Khloé blandaði sér í málið og skrifaði athugasemd við myndbandið.

„Ég tek þessu sem hrósi. En í fyrsta lagi, á held ég að það sé fimmtán ár á milli myndanna sem þú notaðir. En hér er listi yfir allt það sem ég hef látið gera við mig. Ég hef verið mjög opin í gegnum tíðina,“ sagði hún.

Hún sagðist hafa gengist undir nefaðgerð, en að það væri eina skurðaðgerðin sem hún hefur farið í.

Hún hefur einnig farið í háreyðingalaser, bótox og kollagen þræðingu, eða eins og það er kallað á ensku „collagen baby threads“. Þetta hefur einnig fengið heitið „lyftiþræðir“ þar sem þetta líkir eftir áhrifum andlitslyftingar án skurðaðgerðarinnar.

Þræðirnir eru settir undir húðina með nál til að örva kollagen myndun.

Hún sagði að það hafi líka hjálpað að missa 36 kíló. „Hægt og rólega í gegnum árin,“ sagði hún.

Hún fer líka reglulega í andlitsmeðferð þar sem laxasæði er notað, og annars konar andlitsmeðferðir.

„Núna, árið 2025, er svo margt sem við getum gert áður en við leggjumst undir hnífinn. En þegar kemur að því, og ef ég ákveð það, þá veit ég um nokkra frábæra lækna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni