Hún fékk góð ráð frá fólki og tókst að lækka skuldina talsvert niður.
„Gerði þau mistök að taka smálán frá NúNú, veit vel að þetta voru feit mistök,“ segir konan, sem kom fram nafnlaust.
„Þetta var held ég bara 30 þúsund sem ég fékk […]Svo bara líður tíminn og ég bara borga þá reikninga sem ég fæ í heimabanka og ekkert að pæla í neinu.“
Sjá einnig: Stríðið við smálánafyrirtækin
Hún segir að allan júnímánuð hafi hún verið að senda tölvupósta á NúNú.
„Því greinilega var lánið aldrei greitt! „Bíddu? Senduð þið það ekki í heimabankann?“ Neibb. Þau gerðu það aldrei.
Ég segi það í tölvupósti og bið um að þau sendi reikninginn í heimabanka, TVISVAR og ekki gert.
Svo sendi ég tölvupóst og bið þá um að gera greiðslusamkomulag til að greiða það (56k) í júlí það var samþykkt og ég andaði léttar.
Svo fæ ég tölvupóst, nokkrum dögum seinna, að greiðslusamkomulagið hafi verið fellt niður því ég greiddi ekki. Bíddu, ha?
Ég sendi tölvupóst og útskýri að samkomulagið hafi verið að greiða fyrsta næsta mánaðar. Ekkert svar.“
Konan segir að hún hafi ákveðið að bíða í nokkra daga og síðan fengið símtal um að það þurfi að gera nýtt greiðslusamkomulag. „Og að þetta sé síðasti séns næstum bara. Ég fer í panik. Mig langar ekkert að þetta fari eitthvað lengra! Ég spjalla eitthvað aðeins og bara útskýri hverju stendur á og svo segir hún seinna við mig í símanum að skuldin sé komin í 130 þúsund? Ég missti andlitið,“ segir hún.
„Ég er í sjokki og svo þarf ég að greiða 3500kr til að skrá kortið hjá þeim og heimabanka. Hvað á ég að gera?“
Eins og fyrr segir fékk konan góð ráð frá meðlimum Fjármálatips og tókst að greiða úr flækjunni. Hún birti uppfærslu af málinu.
„Þetta er allt komið í lag. Þarf að bara greiða 48 þúsund í heildina,“ segir hún.
„Þetta símtal var um það bil 25 mínútur og allt reddaðist, þau hringdu í mig, og var mér svo boðið að greiða 8 þúsund á mánuði í hálft ár (sem sagt 48 þúsund í heild) Sem er bara gott, er mjög fegin.“
Hún þakkaði netverjum fyrir öll ráðin.
„Þið eruð geggjuð! Hjálpaði mikið að lesa kommentin hér,“ segir hún.
„Ég bað þau einnig um að setja mig á bannlista hjá þeim svo ég myndi ekki freistast til að taka fleiri lán. Þetta var góð lexía fyrir mig. Bara látum þetta vera góða áminningu að vera ekki að taka smálán!“