fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Fókus
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steigstu á vigtina eftir helgina og ert þyngri en fyrir helgi? Það þýðir ekki endilega að þú sért búin að fitna, það geta verið margar ástæður fyrir þyngdaraukningunni sem er líklegast aðeins tímabundin.

Ragnhildur Þórðar, betur þekkt sem Ragga Nagli, ræðir um þetta í nýjum pistli á Instagram.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

„Daglegar sveiflur í þyngd eru eðlilegar. Þær eru ekki vísbending um árangur eða mistök,“ segir hún og útskýrir nánar:

„Breytingar á saltmagni í líkamanum, vatnsbúskapur, hormónar, tíðahringur, glýkógenbirgðir hafa áhrif á líkamsþyngd.

Ef þú dýfðir þér í sushibakkann á föstudag, dúndraðir þig í snakki, saltstöngum á laugardagskvöld, slátraðir nokkrum brauðsneiðum í sunnudagsbröns og húrraðir í þig kökusneiðum í desa um kvöldið.

Þá ertu með ansi góða birgðastöðu af kolvetnum á lagernum í dag.

Þar af leiðandi er líkaminn að halda í fleiri lítra af vökva.

Því fyrir hvert gramm af kolvetnum þarf að binda 2,7-3 grömm af vatni.

Meira glýkógen og meira vatn í skrokknum þýðir meiri líkamsþyngd.

Og óhjákvæmilega hærri tala á vigtinni.“

Ragnhildur leggur áherslu á að: „Þetta er EKKI LÍKAMSFITA!!“

„Þú þarft ekki að sleikja þig á horrimina það sem eftir er vikunnar með djúsföstu, kálblaði, sjúgandi ísmola, fastandi til hádegis og bryðja megrunarkaramellurnar sem mamma þín geymdi frá 1970,“ segir hún.

„Þú þarft ekki að anda í bréfpoka í kvíðakasti. Þú hefur ekki klúðrað neinu. Ekkert er ónýtt. Þú ert ekki lúser og landeyða. Þú þarft bara að henda þér aftur í þitt fyrra mataræði með hollum máltíðum… og já líka kolvetnum.

Engar dramatískar skaðastjórnunaraðgerðir. Þú pissar þessu bara út yfir næstu daga. Og ert með stútfullan bensíntank fyrir átökin við járnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér