fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Tjáir sig eftir skrefið umdeilda: ,,Ég er ekki reiður út í neinn í dag“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. júní 2025 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar vængmaðurinn Leroy Sane var staðfestur sem leikmaður Galatasaray í Tyrklandi en hann kemur þangað frá Bayern Munchen.

Bayern vildi halda þýska landsliðsmanninum en hann er 29 ára gamall og var orðaður við endurkomu til Englands – hann lék áður með Manchester City.

Sane hefur nú tjáð sig um sína hlið á þessu máli en margir telja að hann hafi ekki viljað yfirgefa þýska stórliðið.

,,Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég upplifði ekki bara góða tíma hérna en margir kaflar voru góðir. Mér leið oft eins og heima hjá mér, ég naut síðasta tímabils og eignaðist marga vini í gegnum árin,“ sagði Sane.

Sane svaraði svo þeim sögusögnum að hann hafi ekki náð samkomulagi við Bayern en hann ku hafa beðið um of há laun sem Bayern neitaði að borga. Sane er nýbúinn að ráða umboðsmanninn Pini Zahavi sem er talinn hafa haft stór áhrif á þessar viðræður.

,,Jafnvel þó að fjölmiðlar komi því á framfæri þá vorum við aldrei búnir að ná 100 prósent samkomulagi. Því miður þá bætti þetta við auka pressu fyrir alla sem voru hluti af þessu máli. Ég er ekki reiður út í neinn í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu

Ronaldo nefnir það versta við Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu