fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Hótaði að kýla son sinn í andlitið ef hann myndi neita – ,,Ég hafði engan áhuga“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. júní 2025 09:00

Gattuso fyrir þónokkrum árum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gennaro Gattuso hefur tjáð sig um af hverju hann ákvað að ganga í raðir skoska félagsins Rangers árið 1997.

Það var ákvörðun sem faðir hans tók en Gattuso yngri hafði engan áhuga á að færa sig frá Ítalíu til Skotlands aðeins 17 ára gamall.

Gattuso átti síðar frábæran feril sem leikmaður AC Milan en hann var í eitt ár hjá Rangers og var síðar keyptur til Salernitana á fjórar milljónir punda.

,,Ég hafði engan áhuga á því að fara til Glasgow. Ég spilaði tvo leiki í Serie B og við tryggðum okkur sæti í Serie A með Perugia,“ sagði Gattuso.

,,Ég spilaði svo átta leiki í efstu deild án samnings og með ítalska U19 landsliðinu á EM. Einn daginn kemur faðir minn að mér og segir að það sé nýr samningur á borðinu frá Rangers.“

,,Ég vildi ekki fara og tjáði föður mínum það. Hann sagði mér að upphæðin væri alltof há, hann gat ekki einu sinni skrifað hana niður. Hann sagði að hún væri fjórum sinnum hærri n það sem hann hafði þénað á ævinni.“

,,Enn og aftur þá sagði ég nei en hann hótaði svo að kýla mig í andlitið ef ég myndi ekki samþykkja, þá ákvað ég að semja við Rangers. Ég fór til Glasgow, þekkti engan og kunni ekki tvö orð í ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslenskir dómarar um alla Evrópu

Íslenskir dómarar um alla Evrópu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virt blað orðar Kane við Manchester United

Virt blað orðar Kane við Manchester United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Sonur Totti hættur aðeins 19 ára gamall

Sonur Totti hættur aðeins 19 ára gamall
433Sport
Í gær

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“

Baunar á fjölmiðla og framkomu þeirra í garð tánings: Gerði allt vitlaust á 18 ára afmælinu – ,,Sorglegt að lesa þetta“
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United
433Sport
Í gær

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn