fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Svartnætti þegar þeir ræddu stöðu landsliðsins – „Þeir fara í hópferð sem áhorfendur ef þetta verður svona“

433
Fimmtudaginn 12. júní 2025 18:30

Svona gætu Arnar Gunnlaugs og Orri Steinn litið út í Las Vegas sem ferðamenn. Mynd/ChatGPT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson hafa áhyggjur af íslenska landsliðinu og segja allan stöðugleika vanta svo liðið geti aftur farið að ná árangri.

Undankeppni Heimsmeistaramótsins hefst í haust þar sem íslenska liðið leikur sex leiki þar sem allt er undir.

Íslenska liðið tapaði æfingaleik gegn Norður-Írum á þriðjudag. „Það hefur verið saga landsliðsins, ekki bara hjá Arnari. Við byrjum vel en svo fjarar undan þessu, þessi leikur var í heildina endurtekning á mörgum leikjum síðustu 3-4 ár. Ég verð því miður að setja þetta á leikmennina, þetta eru sömu leikmenn og ég hef horft á síðustu ár. Þetta var arfaslakt, þegar þú tapar baráttu þá fer annað að klikka,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Mikael óttast það hvernig leikmenn horfa á hlutina. „Það sem hræðir mig mest er að leikmenn virðast ekki sjá þetta, leikmenn mæta í viðtöl eftir leiki og segja að þetta sé á uppleið eftir slaka leiki. Það þurfa að verða breytingar hjá landsliðinu.“

Kristján efast um það að nokkur möguleiki sé á því að Ísland komist á HM. „Ég efast um það, við getum ekki unnið tvo landsleiki í röð. Við vinnum Skotana en það hefði verið 1-1 hefði verið Coke Zero dolla í markinu, við sköpum okkur ekkert gegn Norður-Írum.“

„Mér finnst Hákon vera að spila út úr stöðu, hann á að vera á miðsvæðinu. Sóknarleikurinn á að snúast um hann og Albert, svo Orri eða Andri Lucas með þeim. Arnar segist ætla að fara á HM og þeir ráði því hvort þeir ætli með, þeir fara í hópferð sem áhorfendur ef þetta verður svona.“

Mikael ræddi svo aðeins meira hlutina og þá leikmenn sem gætu verið í vandræðum í bókum Arnars. „Ég spyr mig, það er hægt að henda einhverjum út úr hópnum. Logi var slakur í þessum leik, Willum verið slakur í mörgum leikjum í röð, Arnór Ingvi var slakur. Þeir gætu farið út úr hóp, Jón Dagur er ekki að spila með félagsliði. Fínn í fótbolta en spilar lítið.“

„Hákon Arnar er bara þarna í liðinu til að hafa hann í liðinu, hann getur ekki verið á kantinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl