fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Rúmri milljón fátækari eftir að hafa sparkað í höfuð liggjandi manns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 22. október 2023.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist að öðrum manni á bílastæði við Pollagötu á Ísafirði, skellt honum í jörðina og síðan sparkað einu sinni í höfuð hans. Afleiðingarnar urðu þær að fórnarlambið hlaut skurð á vinstri augabrún, tímabundnar sjóntruflanir, heilahristing og höfuðverk.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og krafðist verjandi hans vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krafðist hann sýknu af einkaréttarkröfu en brotaþoli gerði kröfu um að hann greiddi skaða- og miskabætur samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna.

Að mati dómsins horfði skýlaus játning ákærða til málsbóta. „Hins vegar verður að leggja til grundvallar að árás ákærða í garð brotaþola hafi verið tilefnislaus auk þess sem hún fól í sér spark í höfuð á liggjandi manni sem telja verður háskalegt athæfi,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Manninum var gert að greiða fórnarlambi sínu 746.798 krónur, auk vaxta, og málskostnað að upphæð 79.360 krónur. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, 372 þúsund krónur og 20 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Samtals eru þetta um 1,2 milljónir króna.

Fangelsisrefsingin er skilorðsbundin til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”