fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum“

Fókus
Föstudaginn 16. maí 2025 08:10

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er hræddur um að hjónabandi mínu sé lokið eftir að eiginkona mín og lesbíski elskhugi hennar fengu sér alveg eins tattú.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar vinsæla dálkinn Dear Deidre.

„Ég hélt að opið hjónaband væri lausnin, en það var upphafið að endalokunum,“ segir maðurinn.

Þau hafa verið gift í þrettán ár, hamingjusamlega gift, segir maðurinn. Hann er 42 ára og hún er 40 ára.

„Hún hefur alltaf verið opin með það að hún sé tvíkynhneigð og var með konum áður en við kynntumst, sem mér hefur aldrei þótt eitthvað mál.

Fyrir nokkrum árum síðan sagðist hún sakna þess að stunda kynlíf með konum og bað mig um leyfi til að sofa hjá öðrum konum.  Hún vildi ekki eiga í sambandi við aðra konu, bara fá að stunda kynlíf með konum af og til. Hún vildi líka ekki halda framhjá og ákvað þess vegna að tala við mig.

Ég samþykkti að opna sambandið, þó ég hafði persónulega engan áhuga á því að sofa hjá annarri manneskju.

Þetta gekk ágætlega, hún átti nokkur skyndikynni og þetta virtist hafa engin áhrif á sambandið. En svo kynntist hún konu í vinnunni og allt breyttist.“

Maðurinn tók eftir mikilli breytingu hjá konunni sinni. „Hún byrjaði að fela símann sinn, varð mjög dularfull um hvert hún væri að fara. Þetta voru ekki lengur skyndikynni, heldur eitthvað annað. Við byrjuðum að rífast og allt breyttist heima fyrir, ég fann hvernig við fjarlægðumst hvort öðru.“

„Svo kom hún heim með tattú, fugl á öxlinni. Ég spurði hana út í það og hún viðurkenndi að „vinkona“ hennar hefði fengið sér eins. Og þá sagði hún mér loksins sannleikann. Hún er ástfangin.

Ég vissi ekki hvað ég átti að segja, en við ákváðum að taka pásu og ég flutti út og til bróður míns. Hún sagðist ennþá elska mig og ætla að slíta sambandinu við hina konuna til að bjarga hjónabandinu. En satt að segja þá veit ég ekki hvort það sé hægt.

Ég er miður mín, sár og efins. Hún braut traust mitt. Hvað gerum við núna? Hvernig er hægt að byggja upp eitthvað sem er búið að brjóta niður með þessum hætti?“

Ráðgjafinn svarar:

„Ef báðir aðilar vilja virkilega bjarga hjónabandinu þá er það hægt. En það krefst mikillar vinnu og þolinmæði frá ykkur báðum. Þið þurfið að endurbyggja traustið.

Þið þurfið að ræða um hvort opið samband sé eitthvað sem virkar fyrir ykkur, og ef ekki þá þurfið þið að setja ný mörk og fylgja þeim.

Það gæti hjálpað ykkur að ná áttum að fara í pararáðgjöf. Þetta verður ekki auðvelt, en ef viljinn er fyrir hendi er von.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?