Þeir framkvæmdu langtímarannsókn á GLP-1 lyfjum (eins og Ozempic og Wegovy) og komust að því að þyngdartapið er skammvinnt ef sjúklingar viðhalda ekki heilsusamlegum lífsstíl í kjölfarið. The Guardian greinir frá.
Meira að segja þeir sem tóku nýrri og öflugri lyf, eins og Mounjaro, bættu aftur á sig eftir að meðferð lauk.
„Þessi lyf eru mjög áhrifarík til þyngdartaps, en þyngdin kemur aftur mun hraðar til baka þegar þú hættir á lyfjunum, hraðar en eftir hefðbundna megrun,“ sagði prófessor Susan Jebb, aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Við verðum að spyrja okkur hvort það sé þess virði fyrir NHS (breska heilbrigðiskerfið) að fjárfesta í þessum lyfjum ef fólk tekur þau aðeins í stuttan tíma og bætir svo öllu aftur á sig.“
Jebb lagði áherslu á að annað hvort þyrfti fólk að samþykkja að þetta væri ævilöng meðferð, það er, að það þyrfti að vera á lyfjunum alla ævi, eða að vísindasamfélagið þyrfti að þróa betri leiðir til að styðja fólk eftir að lyfjameðferð lýkur. „Við þurfum að hugsa mjög vel hvernig við getum stutt einstaklinga þegar þeir hætta á lyfinu.“
Rannsóknin fór ekki alveg í saumana á því hvers vegna þyngdin kemur svona hratt til baka, en Jebb benti á að þegar fólk er á svona lyfjum þá þarf það hvorki mikinn sjálfsaga né að breyta venjum og lífsstíl. Þannig þegar lyfjunum er hætt skortir mörgum aðferðir og venjur til að viðhalda árangrinum.
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að fólk bæti á sig aftur ef það notar GLP-1 lyf án þess að gera alvarlega tilraun til að bæta lífsstíl sinn. Þetta eru ekki skyndilausnir eins og margir halda,“ sagði Tam Fry, formaður National Obesity Forum.
Jane Ogden, prófessor í heilsusálfræði við Háskólann í Surrey, bætti við: „Það hefur lítið að segja að senda fólk einfaldlega aftur út í daglegt líf eftir að það hættir á lyfjunum. Það þarf sálrænan stuðning, næringarráðgjöf og aðstoð við að viðhalda heilbrigðum venjum.“