fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Sean Penn kom með kalt svar eftir að Madonna kallaði hann stóru ástina í lífi sínu – Aðdáendur slegnir yfir útliti leikarans

Fókus
Fimmtudaginn 15. maí 2025 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Sean Penn og söngkonan Madonna giftu sig árið 1985 en hjónaband þeirra var vægast sagt stormasamt. Madonna sótti um skilnað 1987 en hjónin sættust í kjölfarið en skildu svo endanlega árið 1989. Nokkrum árum eftir skilnaðinn, í heimildarmyndinni Truth or Dare sem kom út árið 1991, sagði Madonna að Sean væri enn stóra ástin í lífi hennar.

Sean Penn er þó ekki sammála þessu. Hann mætti nýlega í hlaðvarp Louis Theroux þar sem hann var spurður um ummæli Madonnu í heimildarmyndinni. „Já, ég man hvað hún sagði. Hún er mjög indæl. Sko, hún hefur verið góður vinur minn í mörg ár. Það tók okkur ekki langan tíma að fatta að við hefðum tekið gott stefnumót í misgripum fyrir gott hjónaband. Það tók okkur ekki langan tíma að jafna okkur á skilnaðinum, kannski ára í mesta vinskap. Ég á góðar minningar frá þessum tíma, þetta var engin prýsund. En það var mikið um áfengi og hún var ekki hrifin af því.“

Hlaðvarpsþátturinn hefur einnig vakið athygli aðdáenda leikarans sem hafa áhyggjur af því hvað hann var sjúskaður. Aðdáendur segja að hann virðist vera mjög þreyttur, úfinn og marinn.

„Hann lítur illa út,“ skrifaði einn á samfélagsmiðlinum X. Aðrir bentu á að leikarinn er aðeins 64 ára en virðist þó mun eldri. „Ég er á hans aldri. 95 ára faðir minn lítur út fyrir að vera yngri en hann,“ skrifar einn netverji og annar bætir við. „Hann er 2 árum yngri en ég en virðist áratug eldri.“

Ummælin voru mýmörg.

„Skrambinn, hann er að eldast eins og veðruð leðurtaska.“

„Hann lítur ágætlega út fyrir mann á níræðisaldri“

„Er hann níræður?“

Þegar Madonna og Penn voru gift gengu sögur um að leikarinn beitti söngkonuna ofbeldi, nokkuð sem þau hafa bæði þvertekið fyrir. Penn hefur þó viðurkennt að einu sinni hafi sérsveitin komið á heimili þeirra eftir rifrildi. Madonna hafði þá hringt eftir lögreglu því hún var hrædd þar sem skotvopn voru á heimili þeirra. Madonna segir að hann hafi þó aldrei lagt á hana hendur. „Við áttum þó nokkur stór rifrildi í okkar hjónabandi en Sean lagði aldrei á mig hendur, hann hefur aldrei bundið mig eða ráðist á mig og allar sögur um annað eru svívirðilegar, illkvitnar, ábyrgðarlausar og rangar.“

Skjáskot úr hlaðvarpinu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna