fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. maí 2025 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Daníelsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala og í stjórn Hearing Voices Iceland, og Ari Tryggvason, fyrrverandi starfsmaður á geðdeild Landspítala, skrifa:

Heyrir þú raddir? Kannski bregður þér þegar þú sérð þessa spurningu. Staðreyndin er sú að um 2-4 % manna upp í 6% eða meira heyra eða hafa heyrt raddir eða ofheyrnir einhvern tíma á lífsleiðinni. Mikið fleiri, allt að 75% hafa sjaldgæfa reynslu af þessu eins og að heyra einhvern kalla nafnið sitt. Um 70% þeirra sem heyra raddir rata ekki inn í heilbrigðiskerfið. Hvernig skyldi standa á því? Þeir hafa ekki sótt sér aðstoð, lifa með þessum ofskynjunum og geta oft lifað góðu lífi með þeim í þjóðfélaginu. Þeir eru ekki mjög þjakaðir af þessari reynslu. Þar að auki er þetta málefni „tabú“ og menn skammast sín fyrir það. Aðrir sem eiga við meiri veikindi að stríða þurfa að sækja sér geðheilbrigðisþjónustu sem er nauðsynleg fyrir þá; reynsla sem oft getur verið mjög truflandi og valdið mikilli vanlíðan og sjúdómseinkennum.

En hvað er í rauninni það að heyra raddir? Geðlæknisfræðin skilgreinir það að heyra raddir sem geðrofseinkenni og notar ýmis konar geðlyf til að losa fólk við þær eins og önnur einkenni geðrofs. Það að heyra raddir getur verið mjög íþyngjandi og truflað einstaklinginn í daglegu lífi. Þær eru oft grimmar og miskunnarlausar og fólk fær ekki frið fyrir þeim. Þær og aðrar ofheyrnir heyrast eins skýrt og þú heyrir raunverulegar raddir manna. Álag getur aukið á það að fólk heyri raddir. Einstaklingar sem heyra raddir eru oft einangraðir, útilokaðir og eiga erfitt með að ræða þessa reynslu við nokkurn mann.

Síðustu 40 ár hafa komið fram annars konar aðferðir við að hjálpa fólki sem heyrir raddir. Marius Romme, hollenskur geðlæknir og eiginkona hans Sandra Escher sem var sálfræðingur, þróuðu aðferðir við að hjálpa fólki sem heyrir raddir. Þau þróuðu hinn svokallaða Maastricht spurningalista sem hefur verið notaður í ýmsum löndum. Hann fer í gegnum sögu einstaklingsins, atburði, sjúkrasögu og reynslu hans af því að heyra raddir. Í kjölfarið er reynt að sjá hvort atburðir eða áföll hafi stuðlað að því eða átt þátt í að viðkomandi heyrir raddir. Með því að kafa ofan í sögu sína og mögulega hefja áfallavinnu, er stundum hægt fyrir einstaklinginn að milda einkennin. Í sumum tilvikum geta þau horfið eftir þessa vinnu. Einstaklingurinn er ekki í sama stríði og þarf ekki lengur að berjast við raddirnar. Hins vegar nær hann frekar að sættast við þær og  öðlast einhverja stjórn á sínu lífi. Honum er hjálpað við að komast að því hvað kveikir á einkennum og takast á við þau. Staðreyndin er sú að sumir losna ekki við raddirnar þrátt fyrir notkun lyfja. Þetta er því mjög gagnleg viðbótaraðferð sem hægt er að notast við til að hjálpa fólki sem heyrir raddir. Mögulega gæti notkun þessarar aðferðar minnkað líkur á innlögnum þar sem fólki líður betur og lífsgæði þess aukast.

Fyrir utan einstaklingsviðtöl taka sumir þátt í hópum sem stofnaðir hafa verið í ýmsum löndum, „raddaheyragrúppur“ (e. hearing voices groups). Þar geta þeir sem heyra raddir rætt saman um ýmis málefni sem þeir þurfa að kljást við vegna þess að þeir heyra raddir og fengið stuðning hver af öðrum.

Hearing Voices er alþjóðleg hreyfing sem styður fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða hefur aðrar óhefðbundnar upplifanir. Árlega eru haldnar ráðstefnur á þeirra vegum, þar sem flestir framsögumenn eiga það sameiginlegt að heyra eða hafa heyrt raddir og stundum séð sýnir. Heilbrigðisstarfsfólk og meðferðaraðilar sækja einnig þessar ráðstefnur. Við hjónin fórum á slíka ráðstefnu síðastliðið haust sem var mjög áhugaverð.

Hearing Voices Iceland hefur verið starfrækt í nokkur ár en starfsemin lá niðri á Covid tímabilinu. Nú er smám saman verið að vekja þetta starf upp til lífsins. Opinn fundur verður haldinn þann 3. júní í húsakynnum Hugarafls og verður nánar auglýstur síðar. PsykoVision eru dönsk samtök sem sérhæfa sig einnig í endurhæfingu fólks sem heyrir raddir og eru með geðraskanir. Þau aðstoða einnig stofnanir við að ná þessum markmiðum.

Við hjónin fórum á námskeið í Danmörku í vetur, sem snerist um það að læra þessa nálgun og hvernig má nota hana til að hjálpa fólki sem heyrir raddir. Annar aðalkennari námskeiðsins Trevor Eyles mun halda erindi á ráðstefnu Geðhjálpar: „Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025 – Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum“ á Nordica Hóteli, þann 16. maí og taka þátt í vinnustofu þann 15. maí. Enn eru laus pláss og þátttaka á ráðstefnunni og vinnustofunni er gegn vægu gjaldi og fá öryrkjar og nemar góðan afslátt.

Escher, S. og Romme M. (2003). Giv stemmerne mening. (Mørch, S.I. og Mørch K. þýddu). Hans Reitzels Forlag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika