fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. maí 2025 12:47

Myndir af eigninni í Bríetartúni,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Jóns Daníelssonar býr í sama stigagangi og síbrotakonan sem heldur nágrönnum sínum í heljargreipum. DV fjallaði um málið í gær.

Umrædd síbrotakona var í fréttum fyrir skömmu eftir átök við starfsmann verslunarinnar Nordic Market – og í vetur fyrir að stela kettinum Diego. Hún er sögð halda nágrönnum sínum í fjölbýlishúsi við Bríetartún í heljargreipum ofbeldis, þjófnaða og skemmdarverka, og er þá ónefnt stöðugt hávaðaónæði um nætur.

Sjá einnig: Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Jón opnar sig um ástandið í pistli á Vísi og segir að á morgun muni dóttir hans missa húsnæðið.

„Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður,“ segir hann.

„Íbúarnir í þessum stigagangi búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Á sínum tíma komu Félagsbústaðir upp öryggismyndavélum í stigaganginum, en einn íbúinn, er löngu búinn að klippa á allar leiðslur sem að þeim liggja. Íbúinn er vel þekkt síbrotakona, sem veður vopnuð um stigaganginn og axarför og aðrar skemmdir eftir hana má sjá hér og hvar, m.a. á hurðinni að íbúð dóttur minnar. Dyrnar eru reyndar svo laskaðar eftir ítrekuð innbrot, að í íbúðin stendur nánast opin.

Frá því að Félagsbústaðir úthlutuðu þessari konu íbúð í húsinu, hefur hún valdið öðrum íbúum stöðugri skelfingu með geðofsa sínum, síendurteknum skemmdarverkum og innbrotum bæði í aðrar íbúðir í húsinu og geymslur í sameign hússins.“

Sjá einnig: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Mynd af stigaganginum í Bríetartúni.

Hrottaleg nauðgun

„Meðal afreka hennar má telja innbrot til dóttur minnar fyrir rúmum tveimur árum. Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni „í öll göt“ svo notuð séu hennar eigin orð, misþyrmdu henni og skildu við hana svo hart leikna að það leið langur tími, mögulega sólarhringur eða meira, hélt hún sjálf, þangað til hún komst til sæmilegrar meðvitundar,“ segir hann og bætir við að dóttir hans hafi kært árásina, eða reynt það.

„En ég hef ekki neinar spurnir af því að þeirri kæru hafi verið sinnt. Síbrotakonan hefur auðvitað verið kærð til lögreglu miklu oftar, enda líka verið staðin að ýmsum ójöfnuði, m.a. ítrekað að þjófnaði í verslunum,“ segir hann.

„Hvorki lögregla né Félagsbústaðir virðast hafa aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Ef ástæðan er skortur á sönnunum er það augljós fyrirsláttur. Sannleikurinn er öllu fremur sá að ekkert hefur verið aðhafst til að afla sannana.“

Sjá einnig: Lýsir hræðilegu ástandi í Bríetartúni:Stanslausar lögregluheimsóknir, skemmdarverk og ólæti – Brotist inn hjá 76 ára konu sem lá á sjúkrabeði

Skorar á framkvæmdastjóra Félagsbústaða

Jón segir fjölmiðla hafa sýnt málinu engan áhuga, fyrir utan DV sem hefur birt tvær fréttir um málið. Eina í nóvember 2023 og aðra í gær.

Jón vill að það verði tekið í taumana og skorar á framkvæmdastjóra Félagsbústaða ásamt formanni og framkvæmdastjóra Velferðarráðs Reykjavíkurborgar að stöðva þessa aðgerð án tafar og sjá til þess að bæði Félagsbústaðir og lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn.

„Í stað þess að fleygja íbúum þessa hryllingshúss út á götu ættu Félagsbústaðir þvert á móti að endurgreiða fórnarlömbunum allnokkur ár aftur í tímann og biðja þá opinberlega afsökunar. Það er kominn tími til að þessu að linni,“ segir hann.

Sjá einnig: Bjartmar segir konuna sem stal kettinum Diego vera þekkta fyrir þjófnaði og ofbeldi – „Hún á ekki að ganga laus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“