fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorf Match of the Day hefur tekið verulegan dýfu eftir að Gary Lineker yfirgaf þáttinn í kjölfar umdeildrar færslu á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt The Telegraph.

Lineker, 64 ára, var látinn fara frá BBC í maí eftir að hann birti Instagram-færslu um síonisma þar sem notast var við mynd af rottu, tákn sem nasistar notuðu til að lýsa gyðingum sem meindýrum. Færslan olli miklu fjaðrafoki og leiddi til ásakana um gyðingahatur.

Fyrrverandi landsliðsframherjinn viðurkenndi síðar mistök sín og þann sársauka sem hann olli og hefur staðfest að hann muni ekki snúa aftur til BBC til að stýra útsendingum frá FA-bikarnum eða Heimsmeistaramótinu 2026 í Norður-Ameríku, þrátt fyrir að hann hafi nýverið framlengt samning sinn.

Samkvæmt tölum The Telegraph hafa áhorfstölur Match of the Day fallið úr 2,68 milljónum í 2,39 milljónir að meðaltali á laugardagskvöldum miðað við sama tíma í fyrra.

BBC hefur ekki tjáð sig um málið, en margir telja að brottför Lineker, sem var andlit þáttarins í áratugi, hafi haft bein áhrif á vinsældir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“