fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

433
Fimmtudaginn 13. mars 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashlyn Castro, áhrifavaldur og kærasta knattspyrnustjörnunnar Jude Bellingham hjá Real Madrid, hefur opnað sig um falskar sögusagnir um sjálfa sig undanfarið.

Í kjölfar þess að samband þeirra var opinberað fóru af stað sögur um að Castro hefði áður verið í sambandi með fjölda karlmanna í heimi ríka og fræga fólksins. Var hún einnig ranglega sökuð um að hafa átt aðgang á fullorðinssíðu, svo dæmi séu nefnd.

„Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Mér finnst mjög óþægilegt að tala um mitt einkalíf fyrir framan myndavél og hef ekki gert það oft,“ segir Castro í upphafi myndbands síns á TikTok.

„Þetta hefur verið eins slæmt og þið getið ímyndað ykkur. Fólk hefur ráðist á mig, áreitt mig og sýnt mikla vanvirðingu. Þetta hefur verið allt of mikið. Við getum talað um sambönd mín. Ég hef átt þrjá kærasta á átta árum. Mitt fyrsta samband var árið 2017 með þekktum manni og því var fjallað um það og hlutir búnir til,“ segir Castro enn fremur og viðurkennir að hún hafi átt erfitt með að taka upp myndbandið.

„Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta á internetinu. Þetta er svo persónulegt, alvöru líf mitt. Ég ætti ekki að þurfa að ræða þetta en framvegis mun ég tala um mikilvæga hluti, eins og andlega líðan mína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“