fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karim Adeyemi gæti verið á leið frá Borussia Dortmund og óvissan um framtíð hans hefur vakið athygli Manchester United, samkvæmt þýskum miðlum.

Hinn 23 ára gamli sóknarmaður hefur átt erfiðan tíma bæði innan og utan vallar síðustu vikur. Hann hefur hvorki skorað né lagt upp mark síðan í september og samband hans við þjálfarann Niko Kovac hefur farið versnandi, sem endaði í opinberum árekstri.

Þann 25. október henti Adeyemi vatnsbrúsa í átt að varamannabekknum þegar hann var tekinn af velli í 1-0 sigri á Köln. Kovac gagnrýndi viðbrögðin og sagði þau óásættanleg af leikmanni á þessum aldri.

Í 1-1 jafntefli Dortmund gegn Hamburg um helgina sást svo áframhaldandi pirringur og Kovac virtist augljóslega óánægður með ákvarðanatöku Adeyemi áður en hann var tekinn útaf á 66. mínútu.

Samkvæmt Bild eru nú hafnar viðræður um framtíð leikmannsins. Samningur hans rennur út árið 2027 og umboðsmaður hans krefst nýs langtímasamnings með 70 milljóna punda riftunarákvæði, eitthvað sem Dortmund setur sjaldnast í samninga, en gæti gert undantekningu í þessu tilfelli.

Manchester United er sagt fylgjast grannt með stöðunni. Adeyemi hefur nýlega gengið til liðs við umboðsmanninn Jorge Mendes, sem hefur sterk tengsl við Old Trafford og hefur séð um skipti leikmanna á borð við Leny Yoro og Manuel Ugarte.

Adeyemi hefur skorað 29 mörk og lagt upp 22 í 121 leik fyrir Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin
433Sport
Í gær

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér