fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness viðurkennir að hann slökkvi stundum á hljóðinu þegar ákveðnir fótboltasérfræðingar eru að tala en hrósar um leið Wayne Rooney fyrir sterka innkomu í sjónvarpsþáttagerð.

Souness starfaði sem sérfræðingur hjá Sky Sports í yfir 15 ár áður en hann hætti í lok tímabilsins 2022–23. Sá 72 ára gamli, sem á glæsilegan feril með Liverpool að baki, segir Rooney hafa tekið vel yfir í nýju hlutverki sínu.

Rooney hefur verið reglulegur gestur í Match of the Day hjá BBC á þessu tímabili, eftir að hafa skrifað undir samning upp á 800 þúsund pund á ári.

„Ég hlusta gjarnan á Wayne Rooney sem sérfræðing, hann talar skynsamlega,“ sagði Souness í viðtali hjá Sky Bet.

„Ef maður setur saman úrvalslið Manchester United í gegnum tíðina er Rooney eitt af fyrstu nöfnunum. Hann var algjör stríðsmaður.

„Ég elskaði að horfa á Rooney sem leikmann og ég hlusta á hann sem sérfræðing , hann hefur trúverðugleika.

„Sumir aðrir sérfræðingar… þar lækka ég hljóðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Í gær

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Í gær

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks