
Liverpool er sagt vilja freista þess að reyna að sannfæra Ibrahima Konate um að skrifa undir stuttan samning til að auka markaðsvirði hans.
Miðvörðurinn verður samningslaus næsta sumar og getur þá farið frítt. Mikill áhugi er á honum, til að mynda frá Real Madrid.
Liverpool virðist átta sig á að Konate muni líklega fara næsta sumar en vill félagið ekki missa hann frítt. Það gæti því verið lausn að fá hann til að framlengja um eitt ár eða svo og fá smávegis pening fyrir hann.
Bayern Munchen og Juventus eru sögð fylgjast með Konate, sem og auðvitað Real Madrid eins og áður segir.