

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í undankeppni EM 2026. Viktor Bjarki Daðason er í hópnum.
Viktor Bjarki spilaði 45 mínútur í Meistaradeild Evrópu í gær þegar FCK tapaði gegn Tottenham, hefur hann verið frábær með danska liðinu undanfarið.
Viktor skoraði í leik gegn Dortmund á dögunum og hefur spilað vel í dönsku deildinni. Þrátt fyrir það kemst hann ekki í U21 árs landslið karla eða A-landsliðið.
Svona er hópur U19.
Hópur U19
Ásbjörn Líndal Arnarsson – Þór
Daníel Ingi Jóhannesson – FC Nordsjælland
Davíð Helgi Aronsson – Njarðvík
Egill Orri Arnarsson – FC Midtjylland
Einar Freyr Halldórsson – Þór
Freysteinn Ingi Guðnason – Njarðvík
Gabríel Snær Gunnarsson – ÍA
Gabríel Snær Hallsson – Breðablik
Gunnar Orri Olsen – FC Köbenhavn
Jakob Gunnar Sigurðsson – Lyngby Boldklub
Jón Sölvi Símonarson – ÍA
Jónatan Guðni Arnarsson – IFK Norrköping
Karl Ágúst Karlsson – HK
Kolbeinn Nói Guðbergsson – Þróttur R.
Róbert Elís Hlynsson – KR
Sigurður Jökull Ingvason – FC Midtjylland
Sölvi Snær Ásgeirsson – LASK
Tómas Óli Kristjánsson – AGF
Viktor Bjarki Daðason – FC Köbenhavn
Viktor Nói Viðarsson – KAA Gent