fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. október 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitor Pereira verður ekki rekinn frá Wolves, allavega ekki í bili, þrátt fyrir hörmulega byrjun á tímabilinu. Talksport segir frá.

Portúgalinn tók við Úlfunum á miðju tímabili í fyrra og bjargaði því glæsilega frá falli og gott betur. Liðið hefur þó byrjað þessa leiktíð skelfilega og er með aðeins tvö stig á botni deildarinnar eftir níu leiki.

Það er kominn mikil pressa á Pereira og margir stuðningsmenn kölluðu eftir höfði hans í 2-3 tapinu gegn Burnley í gær. Mátti þá sjá stjórann munnhöggvast við fólkið í stúkunni.

Stjórnin stendur þó við bakið á Pereira, sem missti lykilmennina Matheus Cunha og Rayan Ait-Nouri til Manchester-liðanna United og City í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun