

Max Dowman, 15 ára undrabarnið hjá Arsenal, hefur samþykkt námsstyrkssamning við félagið og er á leiðinni að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning árið 2026.
Dowman hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur og er talinn einn efnilegasti unglingur heims eftir að hafa unnið sér inn traust Mikel Arteta og fengið tækifæri með aðalliði Arsenal.
Hann lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik gegn Leeds United í ágúst, aðeins 15 ára og 235 daga gamall, og varð þar með næstyngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila í deildinni á eftir Ethan Nwaneri sem lék sinn fyrsta leik árið 2022, þá 15 ára og 181 dags gamall.
Dowman mun formlega skipta yfir í námsstyrkssamning þegar hann verður 16 ára þann 31. desember, og tekur samningurinn gildi við upphaf næsta tímabils.
Samningurinn gildir í tvö ár, en Arsenal mun í framhaldinu vinna að því að tryggja honum atvinnumannasamning þegar hann verður 17 ára í desember 2026.
Fjölmörg stórlið bæði á Englandi og í Evrópu hafa fylgst náið með framþróun Dowman og reynt að lokka hann með háum tilboðum, en Arsenal virðist hafa tryggt framtíð sína með einu efnilegasta leikmanni Englands.