Vestri og KR mætast í síðustu umferð Bestu deildar karla á laugardag þar sem bæði lið geta fallið og ljóst að annað liðið mun falla og mögulega bæði.
Samkvæmt Blika.is mun snjóa á Ísafirði á laugardag og frost verður á Ísafirði þegar leikurinn hefst klukkan 14:00.
Á sama tíma mætast ÍA og Afturelding á Akranesi þar sem búist er við þriggja stiga hita.
Fari Afturelding með sigur af hólmi og leikur KR og Vestra endar með jafntefli, falla bæði lið á Ísafirði á laugardaginn.
Ljóst er að veðrið gæti haft einhver áhrif á leikinn en spáð er kulda um allt land næstu daga.