fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi enski knattspyrnudómarinn David Coote, sem nýverið játaði að hafa búið til klámfengna mynd af 15 ára dreng, hafði áður verið rannsakaður árið 2017 vegna sambærilegrar ásökunar en hreinsaður af sök.

Samkvæmt Telegraph hófst rannsóknin fyrir átta árum þegar starfsmaður dómarasamtakanna PGMO og fyrrverandi dómari tilkynnti Coote eftir að hafa heyrt um ásökunina frá þriðja aðila. Hann ræddi við Coote símleiðis og lét svo yfirmann sinn, Mike Riley, vita. Málinu var þá vísað áfram til enska knattspyrnusambandsins og lögreglu.

Getty Images

Lögreglan rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða eftir að sérfræðingur hafði skoðað viðkomandi mynd. Coote, sem þá var aðallega að dæma í Championship-deildinni og bjó í West Yorkshire, var tímabundið tekinn af dómaralista í ágúst 2017 en sneri aftur nokkrum vikum síðar. Að ári liðnu var hann kominn í úrvalsdeildina.

Árið 2023 dæmdi hann í úrslitum deildarbikarsins og var VAR-dómari á EM síðasta sumar.

Síðar sama ár birti The Sun myndbönd þar sem Coote sést gera óviðeigandi athugasemdir um Jürgen Klopp og þar sem hann virtist draga að sér hvítt duft í nefið. Í kjölfarið kom hann opinberlega fram sem samkynhneigður og sagðist hafa óttast að gera kynhneigð sína opinbera.

Í september síðastliðnum var hann svo ákærður af lögreglunni í Nottinghamshire eftir að alvarleg klámmynd af barni fannst á fartölvu hans. Coote, 43 ára, á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“