fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Bild í Þýskalandi mun Real Madrid láta Antonio Rüdiger fara þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Rüdiger, 32 ára, gekk til liðs við spænska stórliðið á frjálsri sölu frá Chelsea sumarið 2022 og hefur átt þrjú mjög góð ár á Bernabéu vellinum. Þýski miðvörðurinn hefur verið lykilmaður hjá Real og spilað 157 leiki, þar af unnið átta titla, en hann hefur fallið niður í goggunarröðina undir stjórn Xabi Alonso á þessu tímabili.

Að sögn BILD mun samningurinn, sem rennur út næsta sumar, ekki verða framlengdur. Alonso er sagður hafa efasemdir um stöðugleika og líkamlegt ástand Rüdigers eftir að hann hefur glímt við mörg smærri meiðsli síðustu ár.

Rüdiger er nú frá keppni vegna meiðsla í lær sem hann fékk í byrjun september og er ekki væntanlegur aftur fyrr en í nóvember. Í fjarveru hans hafa Éder Militão og Dean Huijsen styrkt stöðu sína sem miðverðir liðsins og staðið sig vel.

Þá er Rüdiger sagður einn launahæsti leikmaður Real Madrid og með rúmlega 10 milljónir evra í árslaun. Þar sem Alonso lítur nú á hann sem varamann, er launapakkinn talinn of kostnaðarsamur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“