Framherjinn Bryan Mbeumo hjá Manchester United er sagður reyna að sannfæra landsliðsfélaga sinn hjá Kamerún, Carlos Baleba, um að ganga til liðs við félagið.
Samkvæmt enskum blöðum hefur Mbeumo, sem gekk til liðs við United frá Brentford fyrir 71 milljón punda í sumar, nýtt landsleikjahléið til að ræða við Baleba og reyna að fá hann á Old Trafford.
Mbeumo lítur á Baleba, 21 árs miðjumann Brighton, sem eins konar litla bróðu“ og hefur ítrekað hvatt hann til að taka skrefið. United sýndi mikinn áhuga á leikmanninum í sumar en Brighton krafðist yfir 100 milljóna punda, sem varð til þess að ekkert varð úr viðræðum.
Baleba hefur vakið mikla athygli með frammistöðu sinni á miðjunni hjá Brighton eftir að hann kom frá Lille fyrir um 23 milljónir punda, og hefur verðmæti hans þrefaldast síðan þá.
Mbeumo og Baleba hafa eflt vináttu sína í landsliðsverkefnum Kamerún, þar sem Mbeumo var meðal annars sá fyrsti til að hugga Baleba eftir tap gegn Cape Verde í september.