fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að tímabil Alexander Isak byrji í raun núna, þar sem hann sé loksins kominn í það líkamlega form sem þarf til að sýna sitt besta.

Isak, sem kom til Liverpool frá Newcastle á 125 milljón punda á lokadegi félagaskiptagluggans, hefur aðeins leikið 313 mínútur í sex leikjum og skorað eitt mark. Félagið hefur farið varlega þar sem hann missti af öllu undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.

Framherjinn hefur einnig spilað 198 mínútur fyrir Svíþjóð, þar sem hann fór í gegnum tvo heila leiki gegn Kosovo og Sviss.

Slot segir þó að nú sé hann tilbúinn til að stíga fram þegar Liverpool mætir Manchester United á Anfield um helgina.

„Hann hefur fengið fimm til sex vikna undirbúning eins og flestir leikmenn, sérstaklega eftir að hafa verið frá í þrjá til fjóra mánuði,“ sagði Slot.

„Hann er næstum því á því líkamlega stigi sem hann á að vera á og nú getum við loksins dæmt hann af sanngirni.“

„Ég veit hvernig þetta virkar, ef hann spilar tvisvar og skorar ekki, þá verður það gagnrýnt. En nú er undirbúningstímabilinu hans lokið og hann hefur fengið sína leiki, 70–80 mínútur í senn. Nú sjáum við hvar hann stendur næstu vikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“