fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ myndaði á dögunum starfshóp sem mun leggjast yfir það hvernig nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla, sem tekið var í gildi árið 2022, hefur til tekist. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ upp úr miðjum síðasta mánuði og var gerð opinber í gær.

Eins og flestum er kunnugt hefur deildinni undanfarin ár verið skipt upp í tvo hluta að loknu hinu hefnbundna 22 leikja móti, þar sem liðin spila einu sinni til viðbótar við öll liðin í sínum hluta, alls fimm leikir til viðbótar.

Eins og með allt annað eru skiptar skoðanir á þessu og rök með og á móti. Hópurinn mun koma til með að greina hvernig þetta allt saman hefur gengið undanfarin fjögur tímabil, að þessu meðtöldu.

Starfshópurinn inniheldur níu menn og eru þeir héðan og þaðan úr knattspyrnuheiminum, til að mynda úr herbúðum KSÍ, félaganna og fjölmiðla, eins og í tileflli Jóhanns Más Helgasonar hlaðvarpsstjörnu og Eiríks Stefáns Ásgeirssonar hjá Sýn.

Starfshópurinn
Börkur Edvardsson (formaður) – Stjórn KSÍ
Birgir Jóhannsson ÍTF
Birkir Sveinsson KSÍ
Eiríkur Stefán Ásgeirsson – Forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar
Guðni Hreinsson – KA
Ívar Pétursson – Vestri
Jóhann Már Helgason – Hlaðvarpsstjórnandi
Kári Árnason – Víkingur R.
Magnús Sigurðsson – ÍBV

Þess má geta að KSÍ og ÍTF hafa einnig sett saman starfshóp sem á að rýna í umgjörð og aðsókn leikja í Bestu deildum karla og kvenna, sem og Lengjudeildum.

Starfshópurinn
Máni Pétursson (formaður) – Stjórn KSÍ
Stefán Sveinn Gunnarsson – KSÍ
Björn Þór Ingason – ÍTF
Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir – Höfundur upplifunarhandbókar
Agnar Freyr Gunnarsson – Afturelding
Garðar Ingi Leifsson – FH
Ragna Björg  – Breiðablik
Pála Þórisdóttir – Þróttur
Elsa Jakobsdóttir – Fylkir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann