fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 09:51

Guðlaugur Victor Pálsson og Sævar Atli Magnússon. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon verður ekki meira með Brann á þessu tímabili eftir að hafa meiðst á hné í landsleik Íslands gegn Frakklandi fyrr í vikunni.

Framherjinn, sem gekk til liðs við Brann frá Lyngby í sumar, hefur verið frábær á tímabilinu og skorað tíu mörk í sextán leikjum. Hann þurfti að fara af velli rétt fyrir hálfleik vegna verkja í hné.

„Þetta er rosalega leiðinlegt og mér var brugðið yfir því hvað meiðslin voru umfangsmikil. En við erum með gott lið og ég mun styðja þá út tímabilið. Á meðan vinn ég hörðum höndum að því að koma enn sterkari til baka,“ segir Sævar við heimasíðu Brann.

Þetta þýðir þá auðvitað líka að Sævar verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann