KSÍ hefur fundið fyrir auknum kostnaði er snýr að dómgæslu undanfarið, en þetta var tekið fyrir á fundi stjórnar sambandsins í síðasta mánuði. Fundargerðin var gerð opinber í gær.
Það kemur fram að reksturinn sé á áætlun en að rætt hafi verið sérstaklega um aukinn dómarakostnað. Miklar umræðar sköpuðust um málið, eftir því sem fram kemur í fundargerðinni.
Var farið yfir þróunina í þessum málaflokki og ýmsar útfærsluleiðir í kjölfarið, en KSÍ þarf að manna dómgæslu á hundruði leikja yfir tímabilið hér heima.