Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að Jude Bellingham verði að vera með Englandi á HM 2026.
Bellingham, sem er að ná sér eftir aðgerð á öxl, var ekki valinn í landsliðshóp Thomas Tuchel fyrir landsleikina nú í október. Hefur þetta verið milli tannanna á fólki, en miðjumaðurinn hefur spilað fimm leiki fyrir Real Madrid frá aðgerðinni en aðeins byrjað einn þeirra.
„Auðvitað verður hann með,“ sagði Courtois. „Ég get ekki ímyndað mér England án Jude. Hann á að vera í hópnum, engin spurning.“
Courtois segir að það skipti mestu máli að Bellingham fái tíma til að ná fullu leikformi.
„Hann þarf að byggja upp líkamlegt form eftir fjóra mánuði frá vegna meiðsla. Ef þú flýtir þér of mikið geta komið upp ný meiðsli. Þegar hann er í toppformi verður allt í lagi,“ bætti hann við.