Samkvæmt fréttum frá Ítalíu eru Chelsea og Juventus farin að undirbúa tilboð í Sergej Milinković-Savić, sem leikur nú með Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Serbinn yfirgaf Lazio og hélt í peningana í Sádí fyrir rúmum tveimur árum en verður hann samningslaus næsta sumar. Skoðar hann að flytja aftur til Evrópu.
Má Milinkovic-Savic ræða við önnur félög frá og með janúar um skipti þangað frítt næsta sumar. Chelsea og Juventus eru líkleg eins og er.
Þau eru þó ekki einu félögin með augastað á miðjumanninum, sem hefur einnig vakið athygli tyrknesku stórliðana Galatasaray og Fenerbahce.