Daily Mail segir frá því að Manchester United hafi undir lok gluggans reynt að fá Conor Gallagher frá Atletico Madrid.
Gallagher sjálfur var klár í að mæta aftur í enska boltann og ganga í raðir United.
United vildi fá Gallagher á láni frá Atletico en spænska félagið tók það ekki í mál.
Atletico var tilbúið að selja Gallagher en United var ekki tilbúið að kaupa hann núna.
Daily Mail segir að United muni nú setja það í forgang að finna miðjumann sem kæmi næsta sumar eða í janúar ef möguleiki opnast þar.