Gigi Donnarumma hefur skrifað undir langtíma samning við Manchester City. Fabrizio Romano segir frá.
Donnarumma fór í læknisskoðun á Ítalíu þar sem hann er staddur til að fara í verkefni með landsliðinu.
City náði saman við PSG í morgun um kaupverðið og hefur nú verið gengið frá öllu
Búist er við að City selji Ederson til Fenerbache í kjölfarið en PSG vildi losna við Donnarumma í sumar.
PSG náði ekki saman við Donnarumma um kaup og kjör á nýjum samningi og ákvað því að selja einn besta markvörð í heimi.
✍🏼🔐 Gigio Donnarumma has signed his long term contract at Manchester City.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025