fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. september 2025 20:30

David og Victoria Beckham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögusagnir um spennu innan Beckham fjölskyldunnar fengu byr undir báða vængi um helgina þegar Brooklyn Beckham, elsti sonur David og Victoriu Beckham, virti að vettugi afmæli litla bróður síns, Romeo, sem fagnaði 23 ára afmæli sínu þann 1. september.

Romeo fékk hlýjar kveðjur og ástúðleg skilaboð frá vinum og fjölskyldu, þar á meðal frá föður sínum, David Beckham. Beckham deildi gamalli mynd af Romeo brosandi með barnatennur og skrifaði: „Þú ert góður, hógvær, kurteis, vinnusamur og sérstakur fyrir alla sem þekkja þig. Við elskum þig óendanlega mikið, eigðu dásamlegan dag.“

Fjölskyldan plús makar, fyrir utan Brooklyn og Nicolu. Mynd/Instagram

En á meðan fjölskyldan tók þátt í afmælishátíðinni, ákvað Brooklyn að sleppa því að senda bróður sínum opinbera afmæliskveðju. Í staðinn birti hann færslur frá daglegu lífi sínu í Beverly Hills með eiginkonu sinni, leikkonunni Nicola Peltz.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brooklyn virðir að vettugi stórar stundir innan fjölskyldunnar. Hann tók ekki þátt í 50 ára afmæli föður síns í Bretlandi, þrátt fyrir að hafa dvalið í London með Nicolu á sama tíma.

Þá hefur hann heldur ekki tjáð sig opinberlega um þegar David var sæmdur riddarakrossi fyrr á árinu, og enginn úr fjölskyldunni var boðaður í endurnýjun hjúskaparheitanna sem Brooklyn og Nicola héldu nýverið á glæsilegri eign föður hennar.

Brooklyn og Nicola

Á meðan deilurnar halda áfram, hafa Romeo og faðir hans David sýnt náin tengsl sín á milli, meðal annars með því að deila myndum úr sumarfríi.

Sagt er að Brooklyn Beckham eigi í deilum við foreldra sína, David og Victoriu Beckham, vegna þess að hann upplifi skort á stuðningi af þeirra hálfu gagnvart eiginkonu sinni, Nicolu.

Sagt er að David og Victoria líti á Nicolu sem stjórnsama, á meðan Nicola og Brooklyn telja að tilraunir Beckham-hjónanna til að ná sáttum opinberlega séu ekki einlægar. Þau telja að framkoma fjölskyldunnar hafi skapað fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag