fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Algjörlega gáttaðir á skiptingunni á Gylfa – „Hvað var hann að hugsa?“

433
Mánudaginn 1. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir ráku upp stór augu þegar Gylfa Þór Sigurðssyni, besta landsliðsmanni Íslandssögunnar, var skipt af velli í stórleik Víkings gegn Breiðabliki í gær.

Staðan var 2-1 fyrir Víking og þeir manni fleiri þegar Gylfi var tekinn af velli. Skömmu síðar jöfnuðu Blikar og voru líklegri til að stela sigrinum í restina. Jafntefli varð þó niðurstaðan.

„Það er eiginlega kviknað í spjallborðunum, hvað var hann (Sölvi Geir þjálfari Víkings) að hugsa með því að taka Gylfa út af. Ég gat ekki séð að Gylfi væri meiddur. Þeir eru með algjört kontrol á leiknum. Gylfi var með algjört kontrol á þessum leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið í Dr. Football.

Það var bent á að Gylfi hafi verið á gulu spjaldi. „Þú hlýtur að treysta Gylfa til að vera á gulu spjaldi síðustu 20 mínúturnar, manni fleiri. Það er enginn betri í deildinni í að stýra tempóinu og klára þessi þrjú stig,“ sagði Albert Brynjar Ingason.

Þetta var rætt á fleiri vettvöngum, til að mynda samfélagsmiðlum. „Skiptingin á Gylfa Sig er lögreglumál og brottrekstarsök,“ sagði sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson á X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United loksins að losa sig við Sancho

United loksins að losa sig við Sancho
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Valur tapaði gegn Fram – Jafnt í stórleiknum

Besta deildin: Valur tapaði gegn Fram – Jafnt í stórleiknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Stórbrotið aukaspyrnumark tryggði Liverpool sigur á Arsenal

England: Stórbrotið aukaspyrnumark tryggði Liverpool sigur á Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark Szoboszlai gegn Arsenal af löngu færi

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark Szoboszlai gegn Arsenal af löngu færi
433Sport
Í gær

England: Manchester City tapaði gegn Brighton – Frábær sigur West Ham

England: Manchester City tapaði gegn Brighton – Frábær sigur West Ham
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard