Jon Dahl Tomasson hefur tjáð sig um stöðu Alexander Isak sem er leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Tomasson er landsliðsþjálfari Svía í dag en hann getur ekki treyst á leikmanninn eins og oft áður í komandi verkefnum landsliðsins.
Ástæðan er að Isak hefur ekki spilað fótbolta í margar vikur en hann er að reyna allt til að komast til Liverpool fyrir mánudag.
Tomasson viðurkennir að Isak geti ekki spilað heilan leik fyrir sænska landsliðið í næstu leikjum en hefur þó fulla trú á framherjanum sem er vissulega að ganga í gegnum erfiða tíma á sínum ferli.
,,Getur hann spilað 90 mínútur? Auðvitað ekki, alls ekki. Alex er atvinnumaður með sterkan karakter og hann leggur sig fram,“ sagði Tomasson.
,,Hann er leikmaður sem getur breytt leikjum og ég hef rætt við hann nokkrum sinnum, andlega þá er hann á góðum stað. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því sem er í gangi.“
,,Hann er nógu klár og klárari en ég held ég.“