Aðgangur Bayer Leverkusen á X eða Twitter ákvað að gera grín að Manchester United fyrir helgi.
Erik ten Hag er í dag stjóri Leverkusen en hann var áður hjá United en var rekinn eftir ansi slæmt gengi á síðasta tímabili.
Stuðningsmenn Leverkusen hafa fengið nokkuð mikið skítkast frá Englandi eftir komu Ten Hag sem tapaði fyrsta heimaleik sínum 1-2 gegn Hoffenheim.
Þeir þýsku tóku þó eftir þeim úrslitum sem áttu sér stað í miðri viku er United tapaði óvænt gegn Grimsby í deildabikarnum eftir vítakeppni.
Grimsby leikur í fjórðu efstu deild og var að vinna sögulegan sigur og tókst að slá út eitt stærsta félag heims.
Leverkusen tjáði sig á Twitter fyrir drátt í Meistaradeildinni og sagðist vonast eftir því að Grimsby væri ekki mögulegur andstæðingur.
Just hoping we don’t get Grimsby… #UCLdraw pic.twitter.com/BQX43nbQue
— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04_en) August 28, 2025