Manchester United vann mjög dramatískan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Burnley á heimavelli.
United var ekki of heillandi í þessum leik en svaraði þó fyrir sig eftir tap gegn Grimsby í bikarnum í miðri viku.
Það var vítaspyrna í uppbótartíma sem tryggði sigurinn en Bruno Fernandes sá um að skora úr henni í 3-2 sigri.
Annar fimm markaleikur átti sér stað í Wolves þar sem Everton kom sá og sigraði í leik sem lauk 2-3.
Eftir góða byrjun þá tapaði Tottenham sínum fyrsta leik í deild undir Thomas Frank en liðið lá óvænt 0-1 gegn Bournemouth.
Sunderland vann þá 2-1 heimasigur gegn Brentford eftir að hafa lent undir.
Manchester United 3 – 2 Burnley
1-0 Josh Cullen(’27, sjálfsmark)
1-1 Lyle Foster(’55’)
2-1 Bryan Mbuemo(’57)
2-2 Jaidon Anthony(’66)
2-3 Bruno Fernandes(’90, víti)
Wolves 2 – 3 Everton
0-1 Beto(‘7)
1-1 Hee-Chan Hwang(’21)
1-2 Iliman Nidiaye(’33)
1-3 Kiernan Dewsbury Hall(’55)
2-3 Rodrigo Gomes(’79)
Tottenham 0 – 1 Bournemouth
0-1 Evanilson(‘5)
Sunderland 2 – 1 Brentford
0-1 Igor Thiago(’77)
1-1 Enzo Le Fee(’82, víti)
2-1 Wilson Isidor(’90)