Victor Montagliani varaforseti FIFA vill að Heimsmeistaramótið árið 2038 fari fram á Bretlandseyjum.
England reyndi að fá mótið árið 2018 og 2022 en þau mót fóru fram í Rússlandi og Katar. Voru ásakanir um að FIFA hefði þar tekið við mútum.
Síðan þá hefur England ekki viljað reyna að halda mótið en núna hefur FIFA opnað á það.
Mótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Mótið árið 2030 fer fram á Spáni, Portúgal, Marokkó og í Suður-Ameríku.
Mótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu en ekki er búið að úthluta mótinu árið 2038 en núna hefur FIFA opnað á það að England, Skotland og Írland haldi mótið.
HM fór síðast fram á Englandi árið 1966 en þá varð England í fyrsta og eina skiptið Heimsmeistari.