KR mun spila tvo heimaleiki til viðbótar í Bestu deild karla á heimavelli Þróttar í Laugardalnum, hið minnsta.
Framvæmdir standa yfir á Meistaravöllum í Vesturbænum, en verið er að leggja gervigras á aðalvöllinn, og KR hefur því spilað fyrstu tvo heimaleiki sína í Laugardalnum.
Framkvæmdirnar virðast eiga töluvert í land og hefur KSÍ nú staðfest að leikirnir gegn ÍBV og Fram fari fram í Laugardalnum.
Þá hefur einnig verið staðfest að ÍBV, sem einnig er að leggja gervigras á aðalvöll sinn, muni spila næsta heimaleik gegn Vestra á Þórsvelli.
Af heimasíðu KSÍ
Leikvöllum á eftirfarandi leikjum hefur verið breytt í Bestu deild karla, athugið að hvorki er verið að breyta leikdegi né leiktíma.
ÍBV – Vestri
Var: 04.05.2025 14:00, á Hásteinsvöllur
Verður: 04.05.2025 14:00, á Þórsvöllur Vestmannaeyjum
KR -ÍBV
Var: 10.05.2025 17:00, á Meistaravellir
Verður: 10.05.2025 17:00, á AVIS völlurinn
KR -Fram
Var: 25.05.2025 19:15, á Meistaravellir
Verður: 25.05.2025 19:15, á AVIS völlurinn