fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Flestir telja sig vita við hvaða lið Vardy er að semja

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. apríl 2025 09:00

Vardy fagnar í kvöld. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Englendingar telja sig vita hvert Jamie Vardy er að fara eftir að hann kveður Leicester City í sumar.

Vardy er 38 ára gamall og hefur leikið með Leicester frá 2012 og er svo sannarlega goðsögn í augum stuðningsmanna félagsins.

Vardy hefur staðfest það að hann sé að kveðja eftir tímabilið en Leicester féll úr efstu deild.

Margir telja að Vardy sé að semja við lið Wrexham sem spilar í þriðju efstu deild en stefnir á að komast í næst efstu deild á næstu vikum.

Vardy þekkir það vel að spila í neðri deildum Englands en hann var hjá Fleetwood áður en hann hélt til Leicester í næst efstu deild.

Fólk heldur því fram að það sé ‘mjög augljóst’ að Vardy semji við Wrexham sem er ríkasta félagið í þriðju deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Í gær

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Í gær

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans