fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Víkingur fær sekt og er dæmt tap

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur veirið sektaður um 120 þúsund krónur af KSÍ og dæmt 3-0 tap gegn Keflavík, en liðin mættust á föstudag í Lengjubikarnum.

Víkingur vann leikinn 5-0 þau úrslit munu ekki standa því Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem gekk í raðir liðsins frá Val á dögunum, spilaði en var enn skráð í Hlíðarendafélagið.

Þar með missir Víkingur, sem hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar í fyrra, sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Fer það til FH.

Af heimasíðu KSÍ
Í leik Víkings R. og Keflavíkur., í Lengjubikar kvenna, sem fram fór þann 14. mars tefldi lið Víkings R. fram ólöglegum leikmanni.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilaði með Víking R. í leiknum en var skráð í Val. Af þessum sökum hefur Víkingur R. verið sektað um 120.000 krónur. Úrslitum leiksins er breytt í 0-3 Keflavík í vil.

Úr reglugerð Lengjubikarsins (Deildarbikarkeppni KSÍ):

10.1 Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 60.000 og að auki kr. 60.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

11.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári