fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Segir að Íslandsvinurinn sé í sjóðheitu sæti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er velt upp í dönskum miðlum í dag hvort Jacob Neestrup, þjálfari stórliðs FC Kaupmannahafnar, fái að taka pokann sinn bráðlega.

FCK hefur fengið tvö stig í síðustu þremur leikjum í dönsku úrvalsdeildinni og fer liðið 4 stigum á eftir toppliði Midtjylland inn úrslitakeppnina nú þegar deildinni hefur verið skipt í tvennt.

„Ég myndi klárlega segja að Jacob Neestrup sé í heitasta sætinu. FCK hefur fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum og það er ekki nógu gott fyrir lið sem vill vinna deildina og hefur varið öllum þessum peningum í leikmenn,“ segir blaðamaðurinn Mads Wehlast í hlaðvarpi Bold.

FCK hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Sem stendur er markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson á mála hjá liðinu en hann er á eftir Dian Ramaj og Nathan Trott í goggunarröðinni.

Eins og margir vita lék Neestrup hér á landi árið 2010, en hann var á mála hjá FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári