fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Svona er staða mála á hugsanlegum skiptum Trent

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aðeins farið yfir áætlanir spænska stórveldisins Real Madrid fyrir komandi félagaskiptaglugga í sumar í spænska miðlinum Relevo.

Efstur á óskalista Real Madrid fyrir sumarið er Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Samkvæmt Relevo er félagið nánast búið að semja við bakvörðinn, sem er að renna út af samningi á Anfield og má því fara frítt í sumar.

Það er eina ákvörðunin sem Real Madrid hefur tekið nú þegar og mun það bíða þar til í lok tímabils með aðrar stórar ákvarðanir er snúa að félagaskiptaglugganum.

Heilt yfir eru æðstu menn félagsins ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er en horfa til þess að bæta við ungum leikmönnum og vinstri bakverði, auk Trent.

Það gæti þó farið svo að félagið fari í frekari styrkingar ef Real Madrid mistekst að vinna þá titla sem það er á eftir á tímabilinu eða þá ef Vinicius Junior fer óvænt til Sádi-Arabíu, en Sádar eru sagðir til í að gera Brasilíumanninn að dýrasta leikmanni heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“