fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segja að reksturinn hafi verið í rúst á Sauðárkróki en Kaupfélagið hafi bjargað málunum – Mikael vissi af aðila sem átti í vandræðum með að fá borgað

433
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 20:30

Kaupfélag Skagfirðinga. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því var haldið fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin að gríðarlega mikið tap hafi verið á rekstri knattspyrnudeildar Tindastóls á síðustu leiktíð. Félagið var með lið í efstu deild kvenna og fjórðu deild karla.

Sauðárkrókur er mikill íþróttabær en karlalið félagsins vann 4. deildina með miklum glæsibrag og kvennalið hélt sér í efstu deild.

„Kaupfélagið borgaði, það var rúmlega 30 milljóna króna skuld eftir síðasta tímabil,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni í dag.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók til máls og sagði það eðlilegt að Kaupfélag Skagfirðinga hjálpi fótboltanum líka. „Þeir verða að gera það, þeir eru að kaupa körfuboltamenn fyrir 34 milljónir í hverri viku.“

Mikael hafði haft veður af því að reksturinn væri í vandræðum. „Markmaðurinn sem var hjá mér í KFA 2023 og var í Tindastóli síðasta sumar, hann var valinn besti leikmaður 4. deildarinnar. Mér skilst að það hafi oft verið töf á launagreiðslum.“

Kristján Óli sagði þennan stóra mínus á rekstri deildarinnar aðallega hafa komið vegna kvennaliðs félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu