fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

433
Sunnudaginn 19. janúar 2025 08:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is

Arnar Gunnlaugsson var í vikunni ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins, en það hafði legið lengi í loftinu. Þorkell telur að ekki eigi að setja of mikla pressu á að hann komi Strákunum okkar á HM á næsta ári, þar sem liðið er í undankeppni með Frakklandi eða Króatíu, Úkraínu og Aserbaídjan.

video
play-sharp-fill

„Ekki horfa bara í þessa undankeppni. Það er bara mjög ólíklegt að við séum að fara á HM í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada. Við eigum bara að horfa á EM 2028, allt fram að því er bónus,“ sagði Þorkell í þættinum.

„En auðvitað viljum við sjá framför á liðinu. Við viljum ekki sjá neina afturför. En hausverkurinn hlýtur fyrst og fremst að vera að smíða varnarlínu,“ bætti hann við.

Hrafnkell tók þennan bolta á lofti.

„Ég held það sé tækifæri til að fara í þriggja manna vörn. Við erum með leikmenn eins og Mikael Egil að spila vængbakvörð í Venezia. Við erum með Guðlaug Victor sem er kominn í hafsentinn hjá Plymouth. Við erum með Sverrri og Hörð. Hörður getur verið vinstra megin þegar hann verður heill, er í raun bestur þar. Svo er fullt af mönnum sem geta spilað vængbakvörð. Þá komum við fyrir þremur miðjumönnum og tveimur framherjum. Ég held að það gæti verið góð lending.“

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega

Vilja innleiða launaþak í ensku deildinni – Margir óttast að það skaði deildina rosalega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni

Á sex ár eftir af samningi sínum en gæti fengið boð um framlengingu eftir fréttir frá Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“

Myndband: Fyrrum stjarna Manchester United missir vitið yfir viðtali á Íslandi – „Það er ógeðfellt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann
433Sport
Í gær

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni

Mynd: Opnar sig um hvers vegna hún sat fyrir nakin – Fimmtán karlmenn komu að myndatökunni
433Sport
Í gær

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
Hide picture