fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

KSÍ auglýsir laust starf og konur eru beðnar sérstaklega um að sækja um

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ auglýsir eftir umsóknum um starf aðalþjálfara U16/U17 landsliða kvenna og aðstoðarþjálfara U19 kvenna (eitt stöðugildi, fullt starf).

Athygli vekur að í auglýsinguni eru „Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um,“ eins og segir á vef KSÍ.

Nokkuð hefur verið rætt um að það vanti konur í þjálfun í knattspyrnu síðustu ár og vill KSÍ reyna að fá konu til að stýra þessu verkefni.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið KSÍ A gráðu í þjálfaramenntun og nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu, auk hæfni til að nota tæknibúnað sem KSÍ notar til greiningarvinnu og gagnasöfnunar.

„Hugmyndafræði yngri landsliða er lýst í afreksstefnu KSÍ. Öll landsliðin vinna eftir afreksstefnunni en hafa þó hvert um sig sína hugmyndafræði þar sem m.a. kemur fram leikskipulag og leikstíll liðsins, hlutverk liðsins í heild sinni, hlutverk hverrar línu og hverrar stöðu. Einnig er fjallað um hvaða gildum er unnið eftir á mismunandi aldri,“ segir á vef KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fræg ummæli Ange sett í samhengi eftir sigurinn á United – Svona er sagan á bak við þau

Fræg ummæli Ange sett í samhengi eftir sigurinn á United – Svona er sagan á bak við þau
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes verður ekki seldur

Bruno Fernandes verður ekki seldur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United
433Sport
Í gær

Ten Hag lætur vita að hann sé klár í að taka við

Ten Hag lætur vita að hann sé klár í að taka við
433Sport
Í gær

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“