fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

433
Föstudaginn 22. nóvember 2024 13:03

Helgi Hrannar til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Hrannarr Jónsson, formaður Stjörnunnar fór mikinn í áhugaverðu viðtali við Fótbolta.net í gær, þar gagnrýndi hann Óla Val Ómarsson fyrir það að velja Breiðablik frekar en Stjörnuna.

Þessi uppaldi leikmaður Stjörnunnar er að ganga í raðir Breiðabliks og fór það illa í skapið á Helga.

Breiðablik er að semja við nokkra leikmenn en Ágúst Þorsteinsson kom frá Genoa í gær, Óli Valur og Valgeir Valgeirsson eru einnig að skrifa undir hjá félaginu.

Rætt var um ummæli Helga og kaup Breiðablik í Þungavigtinni í dag. „Það eru komnir þrír alvöru leikmenn, samkeppnin verður hörð,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson fyrrum leikmaður Breiðabliks.

Kristján furðaði sig á ummælum Helga um uppalinn leikmann. „Hann urðar yfir Óla Val, hefði átt að treata hann betur í sumar. Ísak Snær kom til Breiðabliks á láni frá Rosenborg í sumar, hann hélt sínum launum. Blikar greiddu hluta af þeim, Óli Valur kemur á láni frá Sirius til Stjörnunnar, hann átti varla fyrir salti í grautinn. Hann hélt ekki öllum sínum launum.“

„Stjarnan, Breiðablik og Valur vildu kaupa hann en fótboltalegar ástæður eru fyrir því að hann valdi Breiðablik. Þar er Meistaradeild, Valur í Sambandsdeild og Stjarnan ekki í Evrópukeppni. Maður skilur hann vel.“

„Með undirhandarskot á umboðsmann Óla Vals, Breiðablik var í raun eina liðið sem fékk að bjóða honum samning.“

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA segir Blika vera að gera vel. „Ef að þessir leikmenn eru að koma í Breiðablik, þá eru þeir á góðri vegferð og berjast á toppnum. Hópurinn sterkur, vel þjálfað lið. Ég hef meiri áhyggjur af Stjörnunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti